Allir geta keppt á Landsmóti

07.07.2018

Landsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki 12-15. júlí. Mótið verður með nýju sniði að þessu sinni, þar sem allir áhugasamir geta tekið þátt. Um að gera fyrir burtfluta að fjölmenna norður og láta ljós sitt skína. Fjöldi viðburða í gangi í einu og úr nægu að voða. Tónleikar í Aðalgötunni á föstudagskvöld og matar- og tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á laugardagskvöld sem endar með Pallaballi. Kíkið á landsmotid.is

Lesa meira

Styðja þarf Stólana í 2. deild!

07.07.2018

Jæja, hér hefur ritari sofið á verðinum í sumarbyrjun, sökum vætutíðar, og biðst velvirðingar á því. Ekki tókst að klára KR-ingana í körfunni í vor, en nú eru það Stólarnir í 2. deild knattspyrnu karla og kvenna sem burtfluttir ættu að styðja. Nokkrir mikilvægir leikir eru eftir sunnan heiða hjá báðum liðum, sem komnir eru á dagatalið á vef Skagfirðingafélagsins hér til hliðar. Um að gera að fjölmenna og styðja okkar konur og karla! Að sjálfsögðu eru eftir mikilvægir heimaleikir á Króknum og víðar um land.

Lesa meira

Haukarnir lagðir, næst er það KR!

10.01.2018

Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta nokkuð örugglega, 83-73, þar sem Sigtryggur Arnar Björnsson Sigtryggssonar og Guðrúnar Sigmars fór hreinlega á kostum. Stólarnir eru því komnir í úrslitaleikinn, gegn KR-ingum, laugardaginn 13. janúar í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 13.30 og nú þurfa Skagfirðingar að fylla kofann og öskra sig hása! Áfram Tindastóll!

Lesa meira

Stólarnir mæta Haukum í Maltbikarnum

09.01.2018

Gleðilegt árið 2018, Skagfirðingar til sjávar og sveita! Árið byrjar með látum. Nú þurfa Skagfirðingar sunnan heiða að fjölmenna í Laugardalshöllina miðvikudagskvöldið 10. janúar, þá keppir körfuknattleikslið Tindastóls við Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins svonefnda. Upphitun fyrir leikinn verður í Ölveri í Glæsibæ kl. 17 þar sem stuðningsmannasveitin Grettir ætlar að láta mikið fyrir sér fara. Alls konar tilboð við barinn!

Lesa meira

Dásamlegt kvöld á danslagakeppni

07.11.2017

Hvert sæti var skipað, og rúmlega það, í Salnum í Kópavogi laugardagskvöldið 4. nóvember þegar úrval laga úr Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks var flutt. 60 ár eru liðin síðan kvenfélagskonur stóðu fyrir fyrstu keppninni í Bifröst, 1957. Dagskráin var flutt á síðustu Sæluviku en skipuleggjendur tónleikanna, þau Hulda Jónasar og Þórólfur Stefánsson, urðu við áskorunum um að halda tónleikana sunnan heiða. Urðu margir frá að hverfa, slík var aðsóknin og var þetta dásamleg kvöldstund í alla staði, flytjendum og tónleikahöldurum til mikils sóma.

Lesa meira

Kaffiklúbburinn á nýjum stöðum

06.11.2017

Kaffiklúbbur Skagfirðinga sunnan heiða, Skín við sólu, er kominn vel af stað þennan veturinn, sex fundir að baki, en fjöldinn allur eftir fram til vors. Flest er hefðbundið frá því sem áður var, fundartíminn kl 10 á laugardagsmorgnum, en klúbburinn hittist núna á tveimur nýjum stöðum. Perlan hefur tekið breytingum og í staðinn varð kaffihúsið við Sjóminjasafnið Víkina á Grandagarði fyrir valinu, sem nú heitir Messinn, áður Bistro. Svo er nýr samkomustaður á Suðurnesjum, veistingahúsið Röstin í Garði, sem kom í stað Kaffitárs í Njarðvík.

Lesa meira

Hofsósingurinn negldi þetta!

06.10.2017

Fyrir okkur Skagfirðingana var sérlega skemmtilegt að sjá varnarjaxlinn Kára Árnason (til hægri á meðfylgjandi mynd KSÍ frá Tyrklandi) gulltryggja sigurinn gegn Tyrkjum, með þriðja markinu. Sonur Fanneyjar Friðbjörnsdóttur frá Hofsósi stóð sig frábærlega í vörninni, líkt og allt landsliðið, sem er á góðri leið með að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi sumarið 2018. Gaman að þetta gerist í nær sömu svipan og Skagfirðingafélagið heldur upp á 80 ára afmælið! Og stutt er í Hofsósingakvöldið 4. nóv!

Lesa meira

Danslagakeppnin í Salnum 4.nóv

05.10.2017

Skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þeir hafa rétt jafnað sig á 80 ára afmæli Skagfirðingafélagsins þann 7. október þá skunda þeir í Salinn í Kópavogi 4. nóvember til að hlýða á vel valin lög úr Danslagakeppninni sem haldin var á Sæluviku í þá gömlu góðu daga. Verið er að fagna 60 ára afmæli keppninni en dagskráin var flutt á Sæluvikunni sl. vor. Miðarnir rjúka út og síðasti séns að komast að. Hægt að kaupa miða á Salurinn.is og tix.is.

 

Lesa meira

Öllum boðið í 80 ára afmæli!

05.10.2017

Skagfirðingafélagið fagnar 80 ára afmæli sínu með glæsilegri dagskrá í Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 í Reykjavík laugardagskvöldið 7. október. Öllum er boðið sem vilja og komast, frítt inn á meðan húsrúm leyfir og barinn opinn! Tónlist, söngur, gleði og dans fram á nótt.

Lesa meira

Jón í Gránu langafi Öglu Maríu

19.07.2017

Skagfirðingafélagið hefur komist á snoðir um að fleiri Skagfirðinga sé að finna í íslenska kvennalandsliðinu en Guðbjörgu markvörð. Hin unga og bráðefnilega Agla María Albertsdóttir, sem verður 18 ára síðar á þessu ári, er langafabarn Jóns Björnssonar, Jóns í Gránu, og Unnar Magnúsdóttur. Agla María var í byrjunarliðinu gegn Frökkum, í sínum fyrsta mótsleik með landsliðinu og stóð sig vel í framlínunni, í baráttu við risann Renard. Lét hún rækilega til sín taka.

Lesa meira

Hofsósingur á milli stanganna á EM

17.07.2017

Nú þegar EM kvenna í knattspyrnu er hafið í Hollandi þykir Skagfirðingafélaginu rétt að minna á að Skagfirðingar eiga minnst einn leikmann í íslenska liðinu, aðalmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Móðir hennar, Guðrún Björnsdóttir, er frá Hofsósi, kennd við Grund, dóttir Guðbjargar Guðnadóttur og Björns J. Þorgrímssonar, sem gjarnan voru kölluð Bubba og Bjössi á Grund. Búi lesendur yfir upplýsingum um fleiri núverandi landsliðskonur með skagfirskar tengingar þá endilega sendi þeir póst á info@skagfirdingafelagid.is

Lesa meira

Danslagakeppnin 60 ára

13.03.2017

Mikið verður um dýrðir í upphafi Sæluviku Skagfirðinga í vor þegar haldið verður upp á 60 ára afmæli Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Þá fara fram tónleikar á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki, föstudagskvöldið 28. apríl kl. 21. Síðustu forvöð eru að tryggja sér miða.

Lesa meira

Ásta og Sigurjón Skagfirðingar ársins

22.01.2017

Á þorrablóti Skagfirðingafélagsins voru þau heiðurshjón Ásta Hálfdánardóttir, frænka Ástvaldar Guðmunds (Itta), og Sigurjón Ámundason kjörin Skagfirðingar ársins 2017. Þorrablótið fór vel fram að vanda og mikið stuð í Mörkinni fram á nótt, við dúndrandi undirspil hljómsveitar Ellerts Jóhanns og Álfanna.

Lesa meira

Skagfirsk sveifla á þingi

12.01.2017

Sunnlendingar kvarta mikið yfir því að eiga ekki ráðherra í ríkisstjórn en hvað geta þá Skagfirðingar sagt? Eða Húnvetningar? Eða Austfirðingar? Vestfirðingar? Eyjamenn? En Skagfirðingar eiga þó all nokkra þingmenn og líklega hafa uppaldir Króksarar aldrei verið fleiri á Alþingi en nú. Skagfirðingafélagið kíkti á málið.

Lesa meira

Ari Eldjárn og fleira góðmeti á þorrablótinu

09.01.2017

Þorrablót Skagfirðingafélagsins verður á öðrum degi Þorra, laugardagskvöldið 21. janúar nk. í Mörkinni 6, veislusal Ferðafélags Íslands. Ari Eldjárn fremsti uppistandari Norðurlandanna mætir á svæðið, stórsöngvarinn Ellert og veislustjórar verða Gústi Kára og Valgerður Erlings. Þetta getur ekki klikkað! Miðasala í fullum gangi og þið getið lesið allt um það hér.

Lesa meira

Fallegt jólalag hjá Steini Kára

21.12.2016

Nú þegar jólin nálgast er gott að finna sér tíma til að setjast niður, slaka á og hlusta á falleg jólalög. Skagfirðingurinn Steinn Kárason, sonur Kára Steins og Distu, á fallegt lag, Helga himneska stjarna, sem Sigurbjörn Einarsson biskup gerði ljóð við.

Lesa meira

Kaffiklúbburinn á fleygiferð

11.12.2016

Kaffiklúbburinn Skín við sólu heldur áfram uppteknum hætti, sem aldrei fyrr, og hittist á hverjum laugardagsmorgni kl. 10 á kaffihúsum sunnan heiða. Dagskrá klúbbsins til vors hefur verið sett hér inn á síðuna til hliðar. Eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenn á þessa á þessa skemmtilegu fundi. Þar eru heimsmálin leyst hverju sinni og rifjaðar upp gamlar sögur,.

Lesa meira

Þá er það þorrablótið 2017

11.12.2016

Þá er komið að því, styttist í þorrablótið 2017 hjá Skagfirðingafélaginu. Það verður haldið um leið og þorrinn brestur á, eða laugardaginn 21. janúar. Nánari tímasetning kemur síðar en stjórn félagsins minnir Skagfirðinga nær og fjær á að taka daginn frá. Blótið fer fram í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík.

Lesa meira

Karfan farin að rúlla

20.10.2016

Jæja, þá er fjörið byrjað í körfunni hjá Tindastóli. Nokkuð breytt lið en kjarni heimamanna áfram, þó td Ingvi Rafn Ingvarsson sé farinn til Þórsara á Akureyri ásamt Darrel Lewis. Darrell Flake fór til Skallagríms. Meðal nýrra leikmanna eru Chris Caird, Pape Seck, Mamadou Samb og ÍR-ingurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Skagfirðingar sunnan heiða geta séð útileikjaprógrammið hér á síðu Skagfirðingafélagsins.

Lesa meira

Og Hannes Þór líka!

16.06.2016

Enn berast fregnir af tengslum strákanna okkar á EM við Skagafjörðinn. Nú bætist Hannes Þór Halldórsson markvörður í hópinn sem átti stórleik gegn Portúgölum. Er hann fimmti landsliðsmaðurinn í EM-hópnum sem tengja má við fjörðinn fagra, fyrir eru Rúnar Már Sigurjónsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

Lesa meira