Okkar maður í Stokkhólmi

10.05.2016

Okkar maður, Kristján Gíslason, er meðal bakraddasöngvara hjá Gretu Salóme þegar Ísland keppir í kvöld í fyrri undanúrslitunum í Eurovision í Globen í Stokkhólmi. Hann gaf sér tíma í miðju annríki til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Þökkum honum fyrir það og sendum sterka strauma til Stokkhólms!

Lesa meira

Útileikir Stólanna í fótboltanum

01.05.2016

Tindastóll leikur í 3.deildinni í fótbolta í sumar, en fjölmargir leikir verða sunnan heiða og hafa verið settir inn á dagatal Skagfirðingafélagsins. Kvennaliðið er í 1. deild í Norðurlands- og Austurlandsriðli, en keppir í bikarnum gegn Gróttu á Nesinu 8. maí. Fyrsti útileikur karlanna verður á Fjölnisvelli 16. maí. Skagfirðingar syðra eru hvattir til að fjölmenna á þessa leiki.

Lesa meira

Allt að gerast á 80 ára afmælinu 2017

30.04.2016

Aðalfundur Skagfirðingafélagsins í Reykjavík fór vel fram á Rauða ljóninu á dögunum. Bjarni Fel mætti að vísu ekki en stjórnin var endurkjörin með dúndrandi lófaklappi! Framundan eru ýmsir spennandi hlutir í tengslum við 80 ára afmæli félagsins á næsta ári.

Lesa meira

Aðalfundur á Rauða ljóninu

22.04.2016

Aðalfundur Skagfirðingafélagsins fer fram sunnudagskvöldið 24. apríl á Rauða ljóninu á Eiðistorgi Seltjarnarnesi, kl. 20. Skýrsla stjórnar flutt og hefðbundin aðalfundarstörf. Fundurinn öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Allir á Ásvelli á laugardag!

07.04.2016

Skagfirðingar sunnan heiða vita hvað þeir eiga að gera kl. 17 á laugardag, að fjölmenna á Ásvelli í Hafnarfirði og styðja Tindastól í körfunni, í rimmunni gegn Haukum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir ævintýralegan sigur á Króknum á miðvikudagskvöldið.

Lesa meira

Stólar í undanúrslitum gegn Haukum

02.04.2016

Tindastóll er kominn í undanúrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik og mætir fyrst Haukum í Hafnarfirði sunnudaginn 3. apríl kl. 19.15. Skagfirðingar sunnan heiða eru hvattir til að mæta. Þriðji leikurinn er síðan laugardaginn 9. apríl kl. 17 í Hafnarfirði. Annar leikurinn er á Króknum 6. apríl.

Lesa meira

Tengingar kandídata við Skagafjörðinn

23.03.2016

Nú eru leikar farnir að æsast í slagnum um Bessastaði en ennþá er enginn hreinræktaður Skagfirðingur kominn fram. Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti liggur enn undir feldi en af þeim sem gefið hafa kost á sér er Halla Tómasdóttir líklega með mestu tenginguna við Skagafjörð, þar sem faðir hennar fæddist og ólst upp á Hofi í Hjaltadal. Einnig er Elísabet Jökulsdóttir með góðar tengingar norður, til langafa síns Ísleifs Gíslasonar, kaupmanns og hagyrðings á Sauðárkróki. Þá skal þess getið að Þór heitinn Þorvalds múrari, hennar Lillu Bjarman, var föðurbróðir Þorgríms Þráinssonar, eins forsetaframbjóðendanna, sem orðnir eru 13 talsins og gæti átt eftir að fjölga enn. Hér bregður Skagfirðingafélagið sér í léttan ættfræðileik en lýsir jafnframt yfir algjöru hlutleysi þegar kemur að því að velja á milli frambjóðenda!

Lesa meira

Skagfirsk gleði á Spot

28.02.2016

Skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingum sunnan heiða. Menn réttbúnir að melta þorramatinn, þá er komið að árlegu Skagfirðingakvöldi á Spot í Kópavogi, laugardagskvöldið 5. mars. Stanslaus Skagfirðingagleði fram á rauðan morgunn.

Lesa meira

Slagarabandið Skagfirðingar ársins

15.02.2016

Ingi Lillu og Addi í Útvík úr Slagarabandinu voru útnefndir Skagfirðingar ársins á þorrablóti Skagfirðingafélagsins í Reykjavík í Framheimilinu síðasta laugardagskvöld. Þorrablótið var einkar glæsilegt og líkast til hið fjölmennasta í áraraðir. Hlaðborðið svignaði undan ilmandi þorramatnum sem Freyja Ólafs hafði veg og vanda að. Frábær matur! Framheimilið er fínn salur en haft var á orði að næst þyrfti að taka frá Laugardalshöllina!

Lesa meira

Pínu rosa uppselt á blótið!

11.02.2016

Jæja, það er víst orðið uppselt á þorrablótið í Framheimilinu á laugardaginn. Stefnir því í flotta stemningu og stuð. Munið að spara við ykkur í matnum fram eftir degi en hófleg drykkja skaðar aldrei. En það er ekki uppselt á dansleikinn með Slagarabandinu.

Lesa meira

"Hvað á að drekka á þessu blóti eiginlega?"

03.02.2016

Svo mikill er stemmarinn fyrir þorrablótið að slökkviliðið var kallað í Fram-heimilið í nótt til að stöðva vatnsleka. Heimildir herma að landakútar hafi sprungið sem stjórn Skagfirðingafélagsins var búin að koma fyrir! En undirbúningur heldur ótrauður áfram. Auðunn Blöndal verður veislustjóri og í tilefni af því var hann tekinn tali og fenginn til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Kaallinn er með mörg járn í eldinum og svarar hér m.a. til um kvennamálin, atvinnumálin, áfengismálin, ættjörðina, golfið og fleira og fleira.

Lesa meira

Þorrablótsmiðar rjúka út

27.01.2016

Miðar rjúka út fyrir þorrablót Skagfirðingafélagsins, sem haldið verður í Fram-heimilinu við Safamýri laugardagskvöldið 13. febrúar nk. Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða. Auddi Blö er veislustjóri, Stjáni Gísla grípur í míkrafóninn, Slagarabandið leikur fyrir dansi og leynigestur er boðaður, svo fátt eitt sé nefnt. Freyja Ólafs verður matreiðslumeistari. Þetta getur ekki klikkað!

Lesa meira

Ellert kominn með nýtt lag

13.12.2015

Ellert H. Jóhannsson, skagfirski sjóarinn síkáti í Grindavík, er kominn með splunknýtt lag á Youtube, Við erum eitt, sem Eiki Hilmis tók upp strax eftir keppnina í Voice, þar sem Ellert hafnaði í 2. sæti sem kunnugt er. Flott lag hjá drengnum og slóðin kemur hér að neðan.

Lesa meira

Allt að gerast 4.des!

29.11.2015

Skagfirðingar verða að skipta liði föstudagskvöldið 4. desember því þá dregur til tíðinda á þremur vígstöðvum, nánast samtímis. Stólarnir mæta KR-ingum í Vesturbænum, Ellert og Sigvaldi keppa í úrslitum í Voice á Skjá1 og Skagfirðingar mæta Héraðsbúum í Útsvari á RÚV.

Lesa meira

Ellert og Sigvaldi báðir áfram!

27.11.2015

Ellert Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson tóku þátt í undanúrslitum The Voice Ísland á Skjá 1 í kvöld. Komust þeir báðir áfram og eru komnir í úrslitin ásamt tveimur öðrum söngvurum. Frábær árangur og óskar Skagfirðingafélagið þeim innilega til hamingju!

Lesa meira

Enn fleiri efnilegir í landsliðum - stefnir í heilt byrjunarlið!

13.11.2015

Enn bætast við nöfn efnilegra knattspyrnumanna í landsliðum KSÍ og eiga skagfirskar rætur. Allt stefnir í ansi sterkt byrjunarlið úr U-21 og U-19 og spurning um að Tindastóll fari að lokka þessa leikmenn norður. Hér bætast við nokkur nöfn, synir Badda á Frostastöðum, sonur Margrétar frá Hvíteyrum, sonur Grétars frá Höfða og sonur Palla Binna Júlla. Við viljum líka fá ábendingar um stúlknalandsliðin ef þar leynist fleiri Skagfirðingar.

Lesa meira

Meira skagfirskt í landsliðunum

11.11.2015

Lars Lagerback og Heimir Hallgríms eru greinilega hrifnir af fótboltamönnum skagfirskrar ættar. Fyrir vináttuleikina gegn Póllandi og Slóvakíu völdu þeir Hjört Hermannsson, tvítugan varnarmann hjá PSV í Hollandi, sem hefur verið að gera það gott í U-21 landsliðinu hjá Jolla. Pabbi Hjartar er Hermann Björnsson Hermannssonar frá Ysta-Mói í Fljótum. Fyrir í landsliðshópnum eru Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hofsósingurinn Kári Árnason og að ógleymdum "Óslandshlíðingnum" Gylfa Þór Sigurðssyni! En þetta er ekki allt.

Lesa meira

Bang í nýjustu Skagfirðingabók

10.11.2015

Skagfirðingabók fyrir árið 2015, nr. 36 í röðinni, er komin út hjá Sögufélagi Skagfiirðinga. Höfuðgreinin er skrifuð af Sölva Sveins og fjallar um heiðurshjónin Minnu og Ole Bang apótekara. Nefnist grein Sölva Króksararnir frá Jótlandi. Í bókinni eru 10 aðrar greinar og efnið fjölbreytt að vanda á nærri 200 blaðsíðum með fjölda ljósmynda.

Lesa meira

Ekki nóg að þekkja Árna til að vera VIP !

08.11.2015

Steini rekstrarstjóri á Microbar var tekinn léttu tali. Hann var mörg sumur í sveit í Útvík, var nánast ættleiddur til Skagafjarðar.  Fór síðar að vinna í Ríkinu, stofnaði fyrirtæki, vann á skemmtiferðaskipi, afgreiddi í Elko, gerðist atvinnumaður í póker í New York skömmu eftir hrunið en stendur núna við bjórdælurnar á nýjum Microbar í kjallara Restaurant Reykjavík, áður Kaffi Reykjavík.

 

Lesa meira

Microbar á nýjum stað í miðbænum

30.10.2015

Microbar opnaði í dag á nýjum stað í miðbæ Reykjavíkur, við Vesturgötu 2, í kjallaranum þar sem Restaurant Reykjavík er, ,,hægri hurđ og niđur stigann og þið eruđ kominn í bjórparadis," eins og segir á Facebook-vef Micro-bar. Skagfirðingar þurfa því ekki að fara langt, ef þeir ramba á gamla staðinn við Austurstræti, sá nýi er aðeins 200-300 metrum vestar!

Lesa meira