Geiri og Geir Ólafs á stórtónleikum

30.10.2015

Rétt að benda burtfluttum á stórtónleika á Ölstofu Hafnarfjarðar laugardagskvöldið 31. október þar sem Geirmundur Valtýsson og Geir Ólafs sameina krafta sína. Hrekkjarvökustemningu er heitið af kráreigendum.

Lesa meira

Skagfirsk gen í Poldark!

29.10.2015

Smá meiri ættfræði. Skagfirsku genin eru út um allt, m.a.s. í hinum vinsælu bresku sjónvarpsþáttum, Poldark, sem RÚV hefur verið að sýna. Íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir á rætur sínar að rekja í Skagafirði austanvatna, í föðurætt. Heiða er barnabarn Marteins Friðrikssonar, sem lengi var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, og Ragnheiðar J. Bjarman.

Lesa meira

Dagur Kári frá Ketu á Skaga

28.10.2015

Kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári Pétursson, sem fékk verðlaun Norðurlandsráðs fyrir mynd sína, Fúsi, er í móðurætt frá Ketu á Skaga. Afi hans, Ragnar Ármann Magnússon, fæddist á Ketu árið 1917 en bjó lengstum í Reykjavík og starfaði þar sem endurskoðandi. Ragnar, sem lést 1989, var tvíburabróðir Sigurðar Ármanns Magnússonar, sem stofnaði samnefnda heildverslun, S. Ármann Magnússon. Langafi Dags Kára var Magnús Árnason á Ketu, bróðir Guðrúnar frá Lundi.

Lesa meira

Brot úr bók Sölva Sveins

24.10.2015

Sölvi Sveinsson hefur gefið Skagfirðingafélaginu góðfúslegt leyfi til að birta brot úr bók hans, Dagar handan við dægrin, sem Sögufélag Skagfirðinga gaf út á dögunum. Bókin inniheldur bernskuminningar Sölva af Króknum og skemmtilegar frásagnir af mannlífinu. Bærinn birtist lesendum sínum ljóslifandi og er þetta sannarlega skagfirska jólagjöfin í ár! Hér kemur upphaf bókarinnar, ásamt nokkrum myndum.

Lesa meira

Burstuðu Ísfirðinga í Útsvari!

23.10.2015

Þetta var skagfirskt kvöld á skjánum, fyrst Ellert í Voice og svo sigur Skagfirðinga á Ísfirðingum í Útsvari á RÚV. Skagafjörður fékk 84 stig en Ísafjörður 47. Gunna Rögnvaldar, Indriði og Berglind eru því komin áfram í 2. umferð. Til hamingju!

Lesa meira

Ellert áfram í The Voice!

23.10.2015

Króksarinn Ellert H. Jóhannsson, sonur Jóa Friðriks og Siggu, komst í kvöld áfram í sönghæfileikaþættinum The Voice á Skjá einum. Steig hann fyrstur á svið og söng Queen-lagið I want to break free. Helgi Björns hélt að Freddie Mercury væri genginn aftur og sneri sér við um leið, líka Unnsteinn í Retro Stefson, en Ellert valdi Helga sem sinn þjálfara. Til hamingju Ellert! Til hamingju Jói og Sigga og allt hans fólk!

Lesa meira

Hofsósingakvöld í ÍR-heimilinu

21.10.2015

Hofsósingar nær og fjar ætla að gera sér glaðan dag í ÍR-heimilinu laugardagskvöldið 31. október á árlegu Hofsósingakvöldi. Spila vist, spjalla og djamma í lokin. Þetta verður eitthvað!

Lesa meira

Kom Dietrich aldrei til Sauðárkróks?

20.10.2015

Út er komin bókin Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra, eftir Friðþór Eydal, og m.a. sagt frá hernáminu í Skagafirði og ljósi varpað á frásagnir af heimsókn söng- og leikkonunnar Marlene Dietrich til Sauðárkróks.

Lesa meira

Gylfi Þór úr Óslandshlíðinni

15.10.2015

Það fór auðvitað svo að besti maður Íslands í undankeppni EM, Gylfi Þór Sigurðsson, tengist Skagafirði traustum böndum. Afi hans í móðurætt, Ólafur Gíslason, ólst upp á Undhóli í Óslandshlíð og var afreksmaður í íþróttum á yngri árum.
 

Lesa meira

Þrir skagfirskir landsliðsmenn til Frakklands?

13.10.2015

Nú þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að ljúka undankeppni EM og tryggja sér sæti í Frakklandi næsta sumar er rétt að minna á að Skagfirðingar eiga minnst þrjá leikmenn í þessum hópi. Þetta eru þeir Kári Árnason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson. Kemur hér ættbókarfærslan.

Lesa meira

Útsvarsliðið á stífum æfingum

13.10.2015

Nýja Útsvarslið Skagfirðinga æfir nú stíft þessa dagana fyrir sína fyrstu viðureign, sem verður gegn Ísfirðingum 23. október í beinni útsendingu á RÚV. Við fengum sendar myndir úr æfingabúðum þar sem liðsmenn báru saman bækur sínar og reyndu m.a. fyrir sér í látbragðsleiknum.

Lesa meira

Sigvaldi áfram í The Voice!

09.10.2015

Skagfirðingurinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson, sonur Gunna Rögnvalds á Löngumýri og Laufeyjar Jakobsdóttur, er kominn áfram í söngvaraþættinum The Voice Ísland á Skjá1. Það varð ljóst í kvöld og valdi Sigvaldi sér Sölku Sól sem þjálfara fyrir næstu umferð. Valið stóð á milli hennar, Helga Björns og Unnsteins í Retro Stefson

Lesa meira

Sölvi gerir upp bernskuárin

06.10.2015

Í tilefni af útkomu bókarinnar Dagar handan við dægrin, eftir Sölva Sveinsson frá Sauðárkróki, verður útgáfuhátíð í Eymundsson á Laugavegi 77 fimmtudaginn 8. október kl. 17.30-19. Sögufélag Skagfirðinga gefur bókina út. Sölvi var með svipaða kynningu á Króknum sl. laugardag, fyrir fullu húsi á Kaffi Krók. Burtfluttir ættu að fjölmenna í Eymundsson, hlusta á upplestur og fá áritað eintak á kostakjörum!

Lesa meira

Kaffiklúbburinn í vetur - dagskráin

21.09.2015

Kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður kemur saman til fyrsta spjallfundar laugardaginn 26. september á Hótel Sögu kl. 10. Síðan taka við vikulegir fundir til vors. Fundarstaðir eru þeir sömu og áður. Stórskemmtilegir fundir fyrir Skagfirðinga á öllum aldri!

Lesa meira

Ný tengdadóttir Skagafjarðar?

19.09.2015

Fréttatíminn og Séð og Heyrt greina frá því að söng- og fjölmiðlakonan Salka Sól Eyfeld sé búin að krækja sér í skagfirska rapparann Arnar Frey Frostason, sem skipar tvíeykið góðkunna Úlfur Úlfur ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Ekki amaleg "tengdadóttir" Skagafjarðar þar á ferð, ef fréttirnar reynast réttar:-)

Lesa meira

Útileikir Stólanna í körfunni syðra

19.09.2015

Tindastóll er kominn af stöðu í körfunni og byrjar vel í Lengjubikarnum. Úrvalsdeildin hefst 15. október og þá leika Stólarnir gegn ÍR í Seljaskóla. Hér koma síðan útileikirnir í vetur sunnan heiða, fyrir burtflutta til að glöggva sig á og fjölmenna til að hvetja liðið.

Lesa meira

Burtflutt er nefnd - Magga í Víðidal

24.04.2015

Margrét Stefansdóttir, eða Magga í Víðidal, söngkona, tónlistarkennari, söngstjóri og hrossabóndi með meiru, er næst á dagskrá í þættinum Burtfluttur er nefndur. Magga býr ásamt bónda sínum og börnum í Ölfusi, og svarar hér nokkrum spurningum Skagfirðingafélagsins. Hún spáir Stólunum sigri í körfuboltanum, hafði gaman af myndinni um Bjarna Har og í ellinni sér hún sig við píanóið, með örlítið sérrí á kantinum!

Lesa meira

Sæluvikan hófst í Síkinu!

23.04.2015

Stórkostleg frammistaða Tindastóls gegn KR í öðrum leik úrslitanna tryggir annan heimaleik í einvíginu. Segja má að Sæluvika Skagfirðinga hafi byrjað í Síkinu á Króknum, sumardaginn fyrsta, með 80-72 sigri. Þá þurfa burtfluttir bara að fjölmenna í DHL-höllina í Vesturbænum sunnudagskvöldið 26. apríl. Spurning hvort Gústi Kára þori að mæta!

Lesa meira

Skagfirsk lið í undanúrslitum

08.04.2015

Það verður skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingum sunnan heiða föstudaginn 10. apríl. Fyrst er það viðureign Tindastóls og Hauka í Hafnarfirði í undanúrslitum í körfunni og síðan etja skagfirskir spekingar kappi við Héraðsbúa í undanúrslitum í Útsvari á RÚV. 

 

Lesa meira

Skagfirðingar áfram og Stólarnir unnu

20.03.2015

Góður dagur hjá Skagfirðingum í dag, Tindastóll vann Þór Þorlákshöfn í körfunni og Akureyringar voru lagðir að velli í Útsvarinu. Skagafjörður kominn í undanúrslit!

Lesa meira