Skagafjörður-Akureyri í Útsvari 20. mars

17.03.2015

Harðsnúið lið Skagfirðinga í Útsvari keppir næst við Akureyringa í 8-liða úrslitum á RÚV föstudagskvöldið 20. mars.

Lesa meira

Sóldísir syngja syðra

13.03.2015

Áfram koma ferskir menningarstraumar að norðan fyrir burtflutta Skagfirðinga. Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði er með tvenna tónleika á höfuðborgarsvæðinu 21. mars nk.

Lesa meira

Burtfluttur er nefndur - Bjarni frá Frostastöðum

12.03.2015

Bjarni Stefán Konráðsson frá Frostastöðum í Blönduhlíð er næstur í hópi burtfluttra sem Skagfirðingafélagið rekur garnirnar úr. Bjarni er íþróttakennari í MH og hefur unnið við flest annað en það sem hann ætlaði sér alltaf að verða, þ.e. bóndi í Blönduhlíð. Bjarna er margt til lista lagt og þökkum við honum kærlega fyrir svörin.

Lesa meira

Löngumýrarkvöld í Lindakirkju

10.03.2015

Rétt er að vekja athygli burtfluttra á styrktartónleikum í Lindakirkju í Kópavogi miðvikudagskvöldið 11. mars kl. 20, þar sem fram kemur Löngumýrargengið og nokkrir frægir tónlistarmenn. Markmiðið er að styrkja orlofsdvöl eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu í Löngumýri í Skagafirði.

Lesa meira

Burtflutt er nefnd - Guðný Kára Steins og Distu

08.03.2015

Guðný Káradóttir, dóttir Kára Steins og Distu á Hólaveginum, er næst á dagskrá í þættinum Burtfluttur er nefndur. Guðný starfar hjá Íslandsstofu í dag, við að kynna íslenskar afurðir erlendis, og svarar hér laufléttum spurningum sem Skagfirðingafélagið bar undir hana. Hún heldur tryggð við Fjörðinn fagra og rifjar m.a. upp gamlárskvöld á Króknum, og margt fleira. Þökkum við Guðnýju kærlega fyrir spjallið.

Lesa meira

Minningarathöfn og tónleikar

26.02.2015

Minningarathöfn um Elísabetu Sóleyju Stefánsdóttur fer fram í Seljakirkju í Reykjavík föstudagskvöldið 27. febrúar kl. 20. Útför Elísabetar fór fram á Sauðárkróki 21. febrúar sl. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sala á minningartónleika í Tjarnarbíói 26. mars nk. er hafin á midi.is.

Lesa meira

Skagfirðingakvöld 7. mars

26.02.2015

Árlegt Skagfirðingakvöld á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi er laugardaginn 7. mars. Þrusustuð að vanda og ýmsir skagfirskir og aðrir íslenskir listamenn koma fram.

Lesa meira

Þorrablótið í Hraðfréttum RÚV

21.02.2015

Fregnir af þorrablóti Skagfirðingafélagsins spurðust út um bæinn, enda einstaklega velheppnað, og gerði RÚV því skil í Hraðfréttum á sinn hátt:-)

Lesa meira

Baráttukona fallin frá - minningartónleikar í mars

17.02.2015

Elísabet Sóley Stefánsdóttir er látin, á 38. aldursári, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 15. febrúar sl. Skagfirðingafélagið í Reykjavík sendir aðstandendum Elísabetar innilegar samúðarkveðjur. Minningartónleikar verða haldnir 26. mars nk. í Tjarnarbíói til styrktar dætrum hennar; Hörpu Katrínu, Sólveigu Birnu og Rebekku Hólm.

Lesa meira

Þrusugott þorrablót í Þróttarheimili

16.02.2015

Þorrablót Skagfirðingafélagsins í ár tókst með eindæmum vel, þorramaturinn rann létt ofan í mannskapinn og aðrar guðaveigar. Skagfirðingar ársins sunnan heiða (reyndar norðan heiða) voru kjörin Skarphéðinn Ásbjörnsson (Diddi) og Ásta Knútsdóttir, sem rugluðu einmitt reitum sínum saman á þorrablóti félagsins.

Lesa meira

Enn er hægt að mæta og blóta

12.02.2015

Enn er hægt að næla sér í miða á þorrablóti Skagfirðingafélagsins í Þróttarheimilinu að kvöldi laugardagsins 14. febrúar. Þar verða eflaust fluttar ræður en varla lengri en ein sú stysta sem flutt hefur verið á þorrablóti í Skagafirði, og þótt víðar væri leitað.

Lesa meira

Heimismenn syðra í mars

09.02.2015

Karlakórinn Heimir æfir nú sem aldrei fyrr fyrir vetrarafganginn, vorið og sumarbyrjun. Helgina 13.-14.mars verða karlarnir sunnan heiða, fyrst á Akranesi og daginn eftir í borginni. Takiði dagana frá.

Lesa meira

Burtfluttur er nefndur: Örn Sölvi

29.01.2015

Nýr efnisþáttur hefur nú göngu sína á vef Skagfirðingafélagsins, Burtfluttur er nefndur, í anda þáttanna Maður er nefndur í Sjónvarpinu í gamla daga. Rætt er við burtflutta Skagfirðinga og þeir spurðir spjörunum úr. Örn Sölvi Halldórsson ríður á vaðið og fræðir okkur um hvað hann hefur verið að bardúsa. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir skemmtileg svör.

Lesa meira

Gunna, Guðný og Villi eru með' etta!

17.01.2015

Skagfirðingar eru ekki bara á flugi í körfuboltanum þessa dagana heldur einnig í gjörvileik og gáfnafari. Tindastóll er kominn í undanúrslit í bikarnum í körfunni en lið Skagafjarðar er komið í 8-liða úrslit í Útsvari á RÚV eftir æsispennandi viðureign við ytri Rangæinga sem endaði 57-55.

Lesa meira

Símalínur sjóðheitar - miðarnir rjúka út!

16.01.2015

Miðasala fyrir þorrablótið 14. febrúar er í fullum gangi. Símalínur eru sjóðheitar og miðarnir rjúka út. Vissara að missa ekki af lestinni.

Lesa meira

Skagfirðingar í Útsvari 16. janúar

11.01.2015

Það verður skagfirskt þema á RÚV þessa vikuna, fyrst Bjarni Har og síðan harðsnúið lið Skagfirðinga í 16-liða úrslitum í Útsvari á föstudagskvöldið kl. 21.25.

Lesa meira

Bjarni Har á RÚV 14. jan

11.01.2015

Heimildarmynd Árna Gunnarssonar um Bjarna Har, Búðin, verður sýnd í Sjónvarpi RÚV miðvikudagskvöldið 14. janúar kl. 21.05.

Lesa meira

Stefnir í stórblót 14. febrúar

10.01.2015

Skagfirðingafélagið í Reykjavík óskar Skagfirðingum um heim allan gleðilegs árs og minnir um leið á þorrablótið laugardaginn 14. feb nk. Glæsileg dagskrá liggur nú fyrir en miðasala hófst 13. janúar.

Lesa meira

Jólaandi á 350. fundi kaffiklúbbsins

20.12.2014

Jólafundur kaffiklúbbsins Skín við sólu var á Hótel Sögu laugardaginn 20. desember og að auki 350. fundur klúbbsins frá upphafi. Þar fauk m.a. saga um það þegar klúbburinn ætlaði að fjárfesta í skemmtiferðaskipi og sigla því í Skagafjörðinn!

Lesa meira

Fjör hjá kaffiklúbbi Skagfirðinga

08.12.2014

Kaffiklúbbur burtfluttra Skagfirðinga, Skín við sólu Skagafjörður, hittist vikulega yfir vetrarmánuðina á suðvesturhorninu, þar sem komið er saman kl. 10 á hverjum laugardagsmorgni yfir kaffisopa. Klúbburinn hefur verið starfræktur í meira en 20 ár og 350. fundurinn verður á Hótel Sögu laugardaginn 20. desember.

Lesa meira