Gyrðir með tvær tilnefningar

02.12.2014

Rithöfundurinn Gyrðir Elíasson, sem sleit barnsskónum á Hólmagrundinni á Sauðárkróki, er með tvær tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár, annars vegar fyrir bók sína, Koparakur, og hins vegar fyrir þýðingu á bók Shuntaro Tanikawa, Listin að vera einn. Er honum óskað til hamingju með það.

Lesa meira

Glæsilegur Jóla-Feykir kominn út

28.11.2014

Jólablað Feykis 2014 er komið út og hefur verið dreift frítt á öll heimili á Norðurlandi vestra. Hægt er að nálgast blaðið á netinu.

Lesa meira

Stólarnir að slá í gegn

27.11.2014

Karlalið Tindastóls í körfunni er að slá í gegn í Dominos-deildinni og vissara fyrir burtflutta Skagfirðinga að fara að fjölmenna á völlinn.

Lesa meira

Jólastjarnan skagfirsk að sjálfsögðu!

20.11.2014

Björgvin Halldórsson er búinn að velja Jólastjörnuna í ár og hún á að sjálfsögðu ættir sínar að rekja í Skagafjörð í móður- og föðurætt. Gunnar Hrafn Kristjánsson varð fyrir valinu, sonur Kristjáns Gíslasonar og Elínar Grétu Stefánsdóttur.

Lesa meira

Bjarni Har uppseldur en væntanlegur

18.11.2014

Kvikmyndin um kaupmanninn Bjarna Har, Búðin, er uppseld en væntanleg í verslanir að nýju á næstu vikum að sögn Árna Gunnarssonar frá Flatatungu, sem gerði myndina.

Lesa meira

Skagfirskar í fjórða sinn

17.11.2014

Á Facebook-vef Skagfirðingafélagsins segir frá því að "Skagfirskar skemmtisögur 4 - Miklu meira fjör!" er komin út. Bókin er komin í dreifingu í helstu bókaverslunum landsins og stórmörkuðum.

Lesa meira

ORÐ-ið breiðist út

14.11.2014

Geisladiskurinn ORÐ, með lögum Guðmundar Ragnarssonar og söng Róberts Óttarssonar bakara, er nú kominn yfir Holtavörðuheiði og farinn að dreifa sér í búðir á höfuðborgarsvæðinu, í Eymundsson, Hagkaup, Heimakaup og Skífuna.

Lesa meira

Þorrablótið haldið 14. febrúar nk

12.11.2014

Stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík hefur komið saman og ákveðið dagsetningu fyrir næsta þorrablót. Takiði 14. febrúar nk frá.

Lesa meira

Jólagleði Geirmundar í Austurbæ 29. nóvember

11.11.2014

Geirmundur Valtýsson mætir í Austurbæ í Reykjavík 29. nóvember með Jólagleði. Diddú, Helga Möller, Óskar Pétursson koma fram með honum ásamt stórsveit og jólastelpunum Valdísi og Önnu Karen

Lesa meira

Fjör á Hofsósingamóti

11.11.2014

Hofsósingar nær og fjær komu saman 1. nóvember í Kiwanissal Eldeyjar í Kópavogi og skemmtu sér og öðrum drykklanga kvöldstund.

Lesa meira

Vefurinn vaknar af værum blundi!

11.11.2014

Vefur Skagfirðingafélagsins er vaknaður af værum blundi og aldrei verið hressari. Nú styttist í þorrablótið 2015 og nánari fregnir um það síðar.

Lesa meira

Þorrablót Skagfirðingafélagsins í Reykjavík

07.01.2014

Þorrablót

Skagfirðingafélagsins í Reykjavík

 

 

Hið árlega þorrablót Skagfirðingafélagsins í Reykjavík

verður haldið laugardaginn 25. janúar 2014 

í Þróttaraheimilinu í Reykjavík.

Lesa meira