Lög Skagfirðingafélagsins í Reykjavík

 

1. gr.

Félagið heitir "Skagfirðingafélagið í Reykjavík"

 

2. gr. 

Tilgangur félagsins er sá að auka viðkynningu Skagfirðinga sem búsettir eru í Reykjavík og nágrenni hennar eða dvelja þar um stundarsakir og styðja að framfara- og menningarmálum Skagafjarðar.

 

3.gr.

Inngöngu í félagið getur hver sá fengið sem er fæddur í Skagafjarðarsýslu, eða hefur átt þar heima eða telur sig af einhverjum ástæðum svo nátengdan héraðinu að hann hafi sérstakan áhuga á málefnum þess.

 

4.gr.

Aðalfundur ákveður árgjald til félagsins fyrir eitt ár í senn. Gjalddagi er 1. janúar.

 

5. gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn. Formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til tveggja ára en eftir eitt ár gangi tveir úr eftir hlutkesti. Endurkjósa má þá er úr ganga. Stjórnin skiptir með sér verkum. Einnig skal kjósa tvo varamenn til tveggja ára og ganga þeir úr sitt árið hvor. 

 

6. gr.

Félagið heldur aðalfund ár hvert að loknu vetrarstarfi. Þó eigi síðar en 1. maí og aukafundi þegar stjórninni þykir þörf á eða 10 félagsmenn óska þess. Félagið skal árlega ef þess þykir kostur gangast fyrir almennu Skagfirðingamóti í Reykjavík og skal ágóðinn af því ef einhver verður notaður í þágu félagsstarfseminnar.

 

7. gr.

Á aðalfundi sem hefur æðsta vald í málum félagsins skal:

a) Úrskurða reikninga þess fyrir síðasta starfsár. 

b) Kjósa stjórn félagsins og varastjórn sem fer með æðsta vald milli funda.

c) Kjósa tvo endurskoðendur fyrir eitt ár í senn.

d) Ræða og taka ályktanir um þau mál önnur sem félagsstjórn eða félagsmenn leggja fyrir fundinn og varða félagið.

 

8. gr.

Félaginu er slitið ef 3/4 félagsmanna ákveða svo á aðalfundi. Skal þá verja eignum þess í þágu framfara og menningarmála í Skagafirði einkum ef þau eru á einhvern hátt tengd hinni gömlu hugmynd um mennta- og menningarsetur í Skagafjarðarsýslu.