Útileikir Stólanna í fótboltanum

01.05.2016

Tindastóll leikur í 3.deildinni í fótbolta í sumar, en fjölmargir leikir verða sunnan heiða og hafa verið settir inn á dagatal Skagfirðingafélagsins. Kvennaliðið er í 1. deild í Norðurlands- og Austurlandsriðli, en keppir í bikarnum gegn Gróttu á Nesinu 8. maí. Fyrsti útileikur karlanna verður á Fjölnisvelli 16. maí. Skagfirðingar syðra eru hvattir til að fjölmenna á þessa leiki.