Þriðja elsta félagið starfandi

21.05.2016

Skagfirðingafélagið í Reykjavíkur verður 80 ára á næsta ári, stofnað 1937, eins og fram hefur komið á síðunni. Eftir því sem næst verður komist er félagið hið þriðja elsta sem er starfandi. Aðeins Árnesingafélagið (1934) og Rangæingafélagið (1935) eru eldri. Þess skal getið að Austfirðingafélagið var stofnað í Reykjavík árið 1904 en var lagt niður árið 2002.

Átthagafélögin á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hver mjög virk og halda úti margskonar félagsstarfi, mismiklu eins og gengur. Við eftirgrennslan skrásetjara síðunnar virðist sem nánast hvert einasta byggðarlag á landsbyggðinni eigi sér átthagafélag í borginni, meira að segja Borgfirðingar! Ekki er vitað um átthagafélag Suðurnesjamanna, en vel má vera að það sé til, eða hafi einhvern tímann verið til.

Hér eru talin upp all nokkur, og stofnár í sviga sem vitað er um. Vel má vera að eitthvert þessara félaga sé ekki með starfsemi í dag, og vafalaust vantar eitthvað félag í þessa upptalningu. Allar ábendingar vel þegnar á netfangið: info@skagafjordur.is.

Breiðfirðingafélagið (1938), Eyfirðingafélagið (1939), Vestfirðingafélagið (1940), Skaftfellingafélagið (1940), Þingeyingafélagið (1942), Stokkseyringafélagið (1943), Barðstrendingafélagið (1944), Borgfirðingafélagið (1945), Dýrfirðingafélagið (1946), Bolvíkingafélagið (1946), Súgfirðingafélagið (1950), Átthagafélag Sléttuhrepps á Ströndum (1950), Húnvetningafélagið (1952), Félag Djúpmanna (1954), Sandarafélagið (1954), Átthagafélag Strandamanna (1960), Siglfirðingafélagið (1961), Vopnfirðingafélagið (1968), Norðfirðingafélagið (1968), Seyðfirðingafélagið (1981), Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík, ÁtVR (1993).

Ekki hefur tekist að finna stofnár eftirfarandi félaga:

Önfirðingafélagið, Átthafafélag Héraðsmanna, Eskfirðingafélagið, Fáskrúðsfirðingafélagið, Reyðfirðingafélagið og Hornfirðingafélagið.