Karfan farin að rúlla

20.10.2016

Jæja, þá er fjörið byrjað í körfunni hjá Tindastóli. Nokkuð breytt lið en kjarni heimamanna áfram, þó td Ingvi Rafn Ingvarsson sé farinn til Þórsara á Akureyri ásamt Darrel Lewis. Darrell Flake fór til Skallagríms. Meðal nýrra leikmanna eru Chris Caird, Pape Seck, Mamadou Samb og ÍR-ingurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson. Skagfirðingar sunnan heiða geta séð útileikjaprógrammið hér á síðu Skagfirðingafélagsins.

Þegar þetta er ritað eru þrír leikir að baki, nú síðaste útileikur gegn ÍR. Fyrsti leikurinn, gegn KR í Vesturbænum, endaði illa, þar sem Stólarnir töpuðu með 20 stiga mun, 98-78.

Betur gekk í 2.umferð, í nágrannaslag á heimavelli gegn Þórsurum frá Akureyri. Tindastóll hafði betur, 94-82. Liðið hafði síðan sigur á ÍR í 3. umferðinni þann 20. október með 82 stigum gegn 68. Ljóst er að liðið verður í efri hluta deildarinnar í vetur.