Kaffiklúbburinn á fleygiferð

11.12.2016

Kaffiklúbburinn Skín við sólu heldur áfram uppteknum hætti, sem aldrei fyrr, og hittist á hverjum laugardagsmorgni kl. 10 á kaffihúsum sunnan heiða. Dagskrá klúbbsins til vors hefur verið sett hér inn á síðuna til hliðar. Eru Skagfirðingar hvattir til að fjölmenn á þessa á þessa skemmtilegu fundi. Þar eru heimsmálin leyst hverju sinni og rifjaðar upp gamlar sögur,.

Tíðindamaður félagsins kíkti í kaffi á Silfrinu í verslanamiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði laugardaginn 10. desember sl. Þar hin fínasta mæting og rífandi stemning, kominn jólaandi yfir mannskapinn. Útsýnið yfir höfnina í Hafnarfirði er frábært og þarna blasti við spegilsléttur hafflöturinn, enda var færðin ekki að spilla fyrir góðri mætingu, eins og Hreinsi Sig orðaði það réttilega.

Kaffigestir fengu að heyra nokkrar sögur upplesnar af Birni Jóhanni úr Skagfirskum skemmtisögum 5 og var þeim vel tekið. Hreinsi kunni þær allar og gat bætt við þær flestar og mundi hvað gerðist síðan næst í framvindunni.

Kaffiklúbburinn lýkur jafnan fundaröðinni í Ljósheimum í Skagafirði, í maímánuði, en nánari dagsetning kemur víst síðar.