Þá er það þorrablótið 2017

11.12.2016

Þá er komið að því, styttist í þorrablótið 2017 hjá Skagfirðingafélaginu. Það verður haldið um leið og þorrinn brestur á, eða laugardaginn 21. janúar. Nánari tímasetning kemur síðar en stjórn félagsins minnir Skagfirðinga nær og fjær á að taka daginn frá. Blótið fer fram í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík.

Eftirfarandi skilaboð hefur stjórn félagsins sent frá sér á Facebook:

Kæru skagfirðingar nær og fjær!

Við viljum vekja athygli ykkar á því að þorrablót Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn í FÍ salnum( salur Ferðafélags Islands) í Mörkinni Reykjavík þann 21 janúar 2017

Svo nú er um að gera að taka daginn frá og það strax :)

Við erum að sigla inn í 80 ára afmælisár hjá Skagfirðingafélaginu í Reykjavík 2017 og verður blótið óvenju glæsilegt af því tilefni.

Ennþá sama lága miðaverðið samt..einungis 6900 kr

Er ekki annars tilvalið að gefa ástinni sinni miða á þorrablótið í skóinn tja eða hreinlega í jólagjöf <3 það finnst okkur sniðug hugmynd :) Áhugasamir hafi samband við Huldu í síma 8660114 eða Lúllu í síma 8981766

Annars hefst almenn miðasala með látum strax eftir áramótin

Nánari dagskrá á leiðinni

Jemundur minn hvað við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju ári"

Stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík