Danslagakeppnin í Salnum 4.nóv

05.10.2017

Skammt stórra högga á milli hjá Skagfirðingum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar þeir hafa rétt jafnað sig á 80 ára afmæli Skagfirðingafélagsins þann 7. október þá skunda þeir í Salinn í Kópavogi 4. nóvember til að hlýða á vel valin lög úr Danslagakeppninni sem haldin var á Sæluviku í þá gömlu góðu daga. Verið er að fagna 60 ára afmæli keppninni en dagskráin var flutt á Sæluvikunni sl. vor. Miðarnir rjúka út og síðasti séns að komast að. Hægt að kaupa miða á Salurinn.is og tix.is.

 

Á miðavefnum tix.is segir um dagskrána í Salnum:

,,Nú gefst skagfirðingum í Reykjavík og öðrum  loksins tækifæri að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki.

Vegna fjölda áskoranna mætum við í borgina  og flytjum ykkur fallegu skagfirsku danslagaperlurnar sem Haukur Þorsteins, Muni, Ninni, Svenni, Geiri, Steini, Gunnar Páll og fleiri gerðu ódauðlegar á Króknum.

Söngvararnir Geirmundur Valtýsson, Pétur Pétursson frá Álftagerði, María Ólafsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Óli Ólafsson,Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Magnús Helgason og Sigvaldi Helgi Gunnarsson flytja  okkur dægurlagaperlur m.a eftir Eyþór Stefánsson, Guðrúnu Gísladóttur, Geirmund Valtýsson, Ragnheiði Bjarman, Þorbjörgu Ágústdóttur, Angantýsssystkinin, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum og marga fleiri.

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Þórólfur Stefánsson, bassann plokkar Jón Rafnson, Daníel Þorsteinsson leikur á piano og Halldór G Hauksson leikur á trommur."

Miðasala á salurinn.is og tix.is.