Haukarnir lagðir, næst er það KR!

10.01.2018

Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta nokkuð örugglega, 83-73, þar sem Sigtryggur Arnar Björnsson Sigtryggssonar og Guðrúnar Sigmars fór hreinlega á kostum. Stólarnir eru því komnir í úrslitaleikinn, gegn KR-ingum, laugardaginn 13. janúar í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 13.30 og nú þurfa Skagfirðingar að fylla kofann og öskra sig hása! Áfram Tindastóll!

  •