Allir geta keppt á Landsmóti

07.07.2018

Landsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki 12-15. júlí. Mótið verður með nýju sniði að þessu sinni, þar sem allir áhugasamir geta tekið þátt. Um að gera fyrir burtfluta að fjölmenna norður og láta ljós sitt skína. Fjöldi viðburða í gangi í einu og úr nægu að voða. Tónleikar í Aðalgötunni á föstudagskvöld og matar- og tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á laugardagskvöld sem endar með Pallaballi. Kíkið á landsmotid.is