Styðja þarf Stólana í 2. deild!

07.07.2018

Jæja, hér hefur ritari sofið á verðinum í sumarbyrjun, sökum vætutíðar, og biðst velvirðingar á því. Ekki tókst að klára KR-ingana í körfunni í vor, en nú eru það Stólarnir í 2. deild knattspyrnu karla og kvenna sem burtfluttir ættu að styðja. Nokkrir mikilvægir leikir eru eftir sunnan heiða hjá báðum liðum, sem komnir eru á dagatalið á vef Skagfirðingafélagsins hér til hliðar. Um að gera að fjölmenna og styðja okkar konur og karla! Að sjálfsögðu eru eftir mikilvægir heimaleikir á Króknum og víðar um land.